Orri Páll Jóhanns­son var í dag val­inn af þing­­flokk­i Vinstri grænna til að gegna stöðu þing­­flokks­­for­manns. Hann var kjörinn inn á þing í haust í Reykja­víkur­kjör­dæmi norður.

Orri Páll er fæddur 19. maí 1978 og starfaði áður sem þjóð­garðs­vörður. Hann hefur gegnt stöðu vara­þings­manns VG fyrir Reykja­víkur­kjör­dæmi norður um nokkurra mánaða skeið árin 2017, 2019 og 2020.

Hann tek­ur við for­­mennsk­unni af Bjark­ey Ol­sen Gunnars­dóttur, sem verður vara­for­maður þing­flokksins, en hún hef­ur setið á Al­þingi frá 2013.

Bjarni Jóns­son var valinn ritari þing­flokks VG. Hann var áður vara­þing­maður en tók sæti á Al­þingi nú í haust.