Blaðamannafundur er í Katrínartúni klukkan 16 í dag vegna mögulegs eldgoss á Reykjanesi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að ekki sé staðfest að það sé farið að gjósa en að það mælist gosórói á flestum jarðskjálftamælum

„Það er ekki staðfest, en það er órói sem er sterk vísbending,“ segir Víðir í samtali við Fréttablaðið.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni kom fram að óróapúlsinn sé staðsettur við suður af Keili við Litla Hrút. Þar segir að slík merki mælist í aðdraganda eldgosa en að ekki hafi verið staðfest að eldgos sé hafið. Unnið er að nánari greiningu og verður fréttin uppfærð þegar nánari upplýsingar fást um málið.

Stór skjálfti í morgun

Klukk­­an 11:05 í morg­­un fannst snarp­­ur jarð­­skjálft­­i á höf­­uð­­borg­­ar­­svæð­­in­­u og víð­­ar á suð­v­est­­ur­h­orn­­i lands­­ins. Krist­ín Jóns­dótt­ir, hóp­stjór­i nátt­úr­u­vár hjá Veð­ur­stof­unn­i sagði skjálft­ann hafa ver­ið 3,8 að stærð og upp­tök hans rúmlega einn kíl­ó­metr­a suð­vest­ur af Keil­i. Frá miðnætti höfðu þá mælst um 900 skjálftar.

Mikil skjálftavirkni hefur verið undanfarna viku og fékk Veðurstofan aukafjárveitingu í gær til að auka vöktun og mælingar.

Fréttin hefur verið uppfærð klukkan 15:06 og 15:20.