Ó­róa­merkið sem mældist í dag nærri Keili á Reykjanesskaga er enn vel greinan­legt, að því er fram kemur í nýrri til­kynningu frá Veður­stofu Ís­lands.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá mældist ó­róa­púls klukkan 14:20 og sást hann á flestum jarð­skjálfta­mælum. Var boðað til upp­lýsinga­fundar al­manna­varna í kjöl­farið og svæðið rýmt.

Púlsinn er stað­settur suður af Keili við Litla Hrút. Ó­róa­merkið er enn vel greinana­legt og sést ó­róinn best á jarð­skjálfta­stöðvum á Reykja­nes­skaga, þó það hafi heldur minnkað eftir kl. 17 í dag, að því er segir í til­kynningunni.

Þar segir að á­fram sé mikil jarð­skjálfta­virkni á svæðinu.
Um 1700 jarð­skjálftar hafa mælst síðan á mið­nætti, sá stærsti af stærð 4,1 kl. 02:12, en flestir skjálftar nú í eftir­mið­dag eru minn sá stærsti í kvöld kl. 20:17 var 3,8 að stærð.