Björgunar­sveit á Blöndu­ósi var kölluð út í morgun vegna ör­magna reið­hjóla­manns sem leitað hafði skjóls í hest­húsi við skálann Á­fanga sem er við Kjal­veg.

Í til­kynningu frá Lands­björg kemur fram að björgunar­sveitir hafi komið að manninum um tíu leytið í morgun og var hann kaldur og blautur eftir hrakningar gær­dagsins og næturinnar.

Á­gætis veður er á svæðinu og verður manninum og búnaði hans komið til byggða. Maðurinn er óslasaður.