Stjórn Or­lofs­sjóðs BHM hefur á­kveðið að loka öllum or­lofs­húsum sjóðsins yfir páskana vegna CO­VID-19 far­aldursins. Sjóð­fé­lagar sem áttu or­lofs­hús bókuð um páskana munu fá endur­greitt sjálf­krafa og þurfa ekki sér­stak­lega að bera sig eftir því. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Or­lofs­sjóði BHM.

„Mikið álag er nú á heil­brigðis­stofnunum landsins. Al­manna­varnir og heil­brigðis­yfir­völd hafa beint þeim til­mælum til fólks að ferðast ekki að ó­þörfu til að lág­marka álag á kerfið. Sér­stak­lega hefur fólk verið hvatt til að leggjast ekki í ferða­lög yfir páskana heldur halda kyrru fyrir heima hjá sér,“ segir í til­kynningunni.

Með á­kvörðuninni vill stjórn Or­lofs­sjóðs BHM leggjast á árar með yfir­völdum í bar­áttunni gegn út­breiðslu CO­VID-19 sjúk­dómsins. Stjórnin mun funda að nýju 14. apríl til að meta hvort til­efni sé til frekari lokana.