Veit­ur og HS Orka gera ekki ráð fyr­ir að jarð­hrær­ing­ar eða hugs­an­legt eld­gos á Reykj­a­nes­i muni hafa á­hrif á af­hend­ing­u raf­magns eða heit­a­vatns. Fyr­ir­tæk­in eru búin und­ir ýms­ar sviðs­mynd­ir ef jarð­hrær­ing­ar hald­a á­fram.

Ef af­hend­ing raf­magns frá Lands­net­i til Veit­ur fer úr skorð­um mun það skammt­a raf­magn að sögn Ólaf­ar Snæ­hólm Bald­urs­dótt­ur, upp­lýs­ing­a­full­trú­a Veitn­a. Að­eins eitt prós­ent af kerf­i veitn­a er of­an­jarð­ar og því utan hugs­an­legs á­hrif­a­svæð­is eld­goss á Reykj­a­nes­i.

Auk þess séu fjöl­marg­ar teng­ing­ar mill­i dreif­i­kerf­is Lands­nets og Veitn­a sem dreg­ur úr lík­um á trufl­un á raf­ork­u­dreif­ing­u. Ösku­fall á mik­il­væg­an bún­að sé helst­a hætt­an sem steðj­i að Veit­um en verð­i eld­gos á Reykj­a­nes­i er lík­leg­ast að um hraun­gos verð­i að ræða.

Jóh­­ann Snorr­­i Sig­­ur­b­ergs­­son, for­­stöð­­u­m­að­­ur við­­skipt­­a­­þró­­un­­ar hjá HS Orku, seg­­ir á­­kveðn­­a við­­skipt­­a­v­in­­i vera á skerð­­an­­leg­­um ork­­u­­taxt­­a. Verð­­i eld­­gos á Reykj­­a­n­es­­i er það mat al­m­ann­­a­v­arn­­a að Suð­­ur­n­e­sj­a­l­ín­­a geti ver­­ið í hætt­­u, þó ekki séu mikl­­ar lík­­ur á því eins og út­l­it­­ið er nú. Jóh­­ann seg­­ir fram­­leiðsl­­u­­get­­u virkj­­ann­­a á Reykj­­a­n­es­­i og Svarts­­eng­­i sé nógu mik­­il til að stand­­a und­­ir ork­­u­þ­örf Suð­­ur­n­esj­­a ef Suð­­ur­n­e­sj­a­l­ín­­a verð­­i ó­­­virk.

Ólöf seg­ir að þurf­i að skammt­a orku sé aldr­ei rof­ið raf­magn til sjúkr­a­hús­a, dæl­u­stöðv­a fyr­ir heitt vatn, kalt vatn og frá­veit­u, sím­stöðv­a, út­varps­stöðv­a, sjón­varps­stöðv­a og nokk­urr­a fleir­i að­il­a, „fyrr en á síð­ust­u stund­u.“

Land­­spít­­al­­inn er með nokkr­­ar var­­a­­afls­­stöðv­­ar sem hægt er að virkj­­a ef trufl­­un verð­­ur á dreif­­ing­­u raf­­­magns. Ólöf seg­­ir oft hægt að rjúf­a raf­magn í stutt­an tíma til þeirr­a sem eru með slík­ar var­a­afls­stöðv­ar. Slíkt er þó allt­af gert í nánu sam­starf­i við við­kom­and­i að­il­a.

„Við vinn­­um í nánu sam­­starf­­i með al­m­ann­­a­v­örn­­um, Lands­n­et­­i og HS Veit­­um auk þess sem við erum í virk­­u sam­t­al­­i við sveit­­ar­­fé­l­ög­­in á svæð­­in­­u. Eins og stað­­an er núna erum við fyrst og fremst að leggj­­a mat á okk­­ar við­­brögð við hverr­­i sviðs­­mynd,“ seg­­ir Jóh­­ann.