Formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segir að hún virði ákvörðun Sigríðar Á. Andersen að stíga til hliðar úr embætti til að skapa vinnufrið fyrir stjórnvöld „til að einblína á það sem mestu skiptir á þessari stundu.“

Hún segir að það sem mestu skipti sé að endurreisa Landsrétt og að koma í veg fyrir áframhaldandi réttaróvissu.

Þorgerður gagnrýnir þó ákvörðun ríkisstjórnarinnar að áfrjýja dómi Mannréttindadómstólsins og telur að við eigum að hlíta honum. Hún beinir því til ríkisstjórnarinnar að grafa ekki undan dómstólnum með „útúrsnúningum og áframhaldandi málaferlum“.

„Við eigum að hlíta dómnum og einblína á að laga stöðuna sem upp er komin,“ segir Þorgerður að lokum.