Eitt til þrjú sýni af um 150 þúsundum sem tekin eru á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fyrir PCR-próf, týnast í hverjum mánuði.

Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar, segir ekki til tölur um hversu mörg sýni týnast, en að það sé afar sjaldgæft. „Talað er um eitt til þrjú sýni á mánuði en getur auðvitað verið meira,“ segir Óskar.

Óskar segir ástæðuna vera að rangt strikamerki sé prentað út. „Stundum getum við ekki rakið vandann, því miður.“