Innlent

Þór­dís valin ein af hundrað leið­togum fram­tíðarinnar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var valin ein af hundrað ungum áhrifavöldum af tímaritinu Apolitical.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, situr á lista yfir hundrað leiðtoga framtíðinnar. Listinn nefnist réttu nafni „100 Future Leaders: The World’s Most Influential Young People in Government,“ eða „100 leiðtogar framtíðarinnar: Ungir áhrifavaldar í ríkisstjórnum,“ á íslensku.

Með Þórdísi á listanum eru meðal annars  Alexandra Ocasio-Cortez, nýkjörinn þingmaður Demókrataflokksins, Sayed Saddiq ungmenna- og íþróttamálaráðherra Malasíu, Sania Ashiq, þingmaður Punjab Assembly í Pakistan og ítalski þingmaðurinn Anna Ascani.

Athygli vekur að enginn önnur stjórnmálakona eða maður frá Norðurlöndunum rataði á listann.  

Þórdís greinir sjálf frá þessu á Facebook-síðu sinni þar sem hún segist vera glöð og stolt yfir því að vera í hópi annarra leiðtoga, sem útnefndir voru af tímaritinu Apolitical. Hún fer þó ekki mörgum orðum um útnefninguna og líkur færslunni á orðunum „Gamla seig.“ 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Benedikt: Jóla­guð­spjall orku­mála­stjóra messu virði

Innlent

Hættir sem prófessor í HÍ í kjölfar áreitni

Innlent

Ökumaður reyndi að hlaupa lögreglu af sér

Auglýsing

Nýjast

Breytir Volkswagen I.D. rafbíla-markaðnum?

Jaguar I-Pace fékk 5 stjörnur

Þúsundir hermanna í viðbragðsstöðu vegna Brexit

Danir vara við því að vera einn á ferð um Marokkó

Gulu vestin brenndu og stórskemmdu tollahlið

Lokanir í miðbænum á Þorláksmessu að venju

Auglýsing