Innlent

Þór­dís valin ein af hundrað leið­togum fram­tíðarinnar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var valin ein af hundrað ungum áhrifavöldum af tímaritinu Apolitical.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, situr á lista yfir hundrað leiðtoga framtíðinnar. Listinn nefnist réttu nafni „100 Future Leaders: The World’s Most Influential Young People in Government,“ eða „100 leiðtogar framtíðarinnar: Ungir áhrifavaldar í ríkisstjórnum,“ á íslensku.

Með Þórdísi á listanum eru meðal annars  Alexandra Ocasio-Cortez, nýkjörinn þingmaður Demókrataflokksins, Sayed Saddiq ungmenna- og íþróttamálaráðherra Malasíu, Sania Ashiq, þingmaður Punjab Assembly í Pakistan og ítalski þingmaðurinn Anna Ascani.

Athygli vekur að enginn önnur stjórnmálakona eða maður frá Norðurlöndunum rataði á listann.  

Þórdís greinir sjálf frá þessu á Facebook-síðu sinni þar sem hún segist vera glöð og stolt yfir því að vera í hópi annarra leiðtoga, sem útnefndir voru af tímaritinu Apolitical. Hún fer þó ekki mörgum orðum um útnefninguna og líkur færslunni á orðunum „Gamla seig.“ 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Verkalýðsmál

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Innlent

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Innlent

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Auglýsing

Nýjast

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Shamima fæddi barn í flótta­manna­búðunum

Röktu slóð ræningjans í snjónum

Sagður hafa svið­sett á­rásina á sjálfan sig

Auglýsing