Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, situr á lista yfir hundrað leiðtoga framtíðinnar. Listinn nefnist réttu nafni „100 Future Leaders: The World’s Most Influential Young People in Government,“ eða „100 leiðtogar framtíðarinnar: Ungir áhrifavaldar í ríkisstjórnum,“ á íslensku.

Með Þórdísi á listanum eru meðal annars  Alexandra Ocasio-Cortez, nýkjörinn þingmaður Demókrataflokksins, Sayed Saddiq ungmenna- og íþróttamálaráðherra Malasíu, Sania Ashiq, þingmaður Punjab Assembly í Pakistan og ítalski þingmaðurinn Anna Ascani.

Athygli vekur að enginn önnur stjórnmálakona eða maður frá Norðurlöndunum rataði á listann.  

Þórdís greinir sjálf frá þessu á Facebook-síðu sinni þar sem hún segist vera glöð og stolt yfir því að vera í hópi annarra leiðtoga, sem útnefndir voru af tímaritinu Apolitical. Hún fer þó ekki mörgum orðum um útnefninguna og líkur færslunni á orðunum „Gamla seig.“