Þór­­­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir mun taka við em­bætti dóms­­­mála­ráð­herra tíma­bundið af Sig­ríði Á. Ander­­­sen sem til­­­kynnti í gær að hún myndi stíga til hliðar eftir niður­stöðu Mann­réttinda­dóm­stóls Evrópu í hinu svo­kallaða Lands­réttar­máli.

Frá þessu greindi Bjarni Bene­dikts­­son, for­­maður Sjálf­­stæðis­­flokksins, að þingflokks­fundi loknum nú fyrir skömmu. Þór­­dís mun því gegna em­bætti dóms-, ferða­­mála-, iðnaðar- og ný­­sköpunar­ráð­herra.

Sjá einnig: „Hefði ekki tekið við þessu nema að ég treysti mér“

Bjarni telur að það muni ekki reynast henni of mikið að fara með svo marga mála­­flokka. „Hún treystir sér vel í þetta verk­efni og ég og við henni,“ sagði Bjarni við fjöl­­miðla að þing­fundi loknum. 

Sig­ríður Á. Ander­sen til­kynnti að hún myndi stíga til hliðar sem ráð­herra dóms­mála, tíma­bundið hið minnsta, til að „skapa vinnu­frið“ um úr­vinnslu og næstu skref eftir niður­stöðu Mann­réttinda­dóm­stóls Evrópu sem birt var á þriðju­dag. 

Þar komst dómurinn að þeirri niður­stöðu að skipan Sig­ríðar á fimm­tán dómurum við nýtt milli­dóm­stig Lands­réttar hafi verið and­stæð lögum. Sig­ríður lagði sínar eigin til­lögur fyrir Al­þingi um dómarana fimm­tán, þvert á mat sér­stakrar nefndar um hæfi um­sækj­enda við Lands­rétt. 

Með til­lögum hennar, og síðar sam­þykki þingsins, voru fjórir dómarar skipaðir við Lands­rétt sem ekki hlutu náð fyrir augum hæfnis­nefndarinnar og voru utan hóps þeirra fimm­tán efstu sem nefndin út­listaði. 

Bjarni sagði að hann teldi ó­­lík­­legt að Sig­ríður sneri aftur á næstu vikum líkt og hún gaf til kynna á blaða­manna­fundi í gær. Hann sagðist ekki geta svarað því hvort Sig­ríður myndi taka við sem ráð­herra aftur á yfir­­standandi kjör­­tíma­bili en slíkt væri opið. 

Þór­­­dís Kol­brún er lög­­­fræðingur að mennt. Áður en hún settist á þing var hún að­­­stoðar­­­maður innan­­­­­ríkis­ráð­herra árin 2014 til 2016. Hún hefur setið fyrir Sjálf­­­stæðis­­­flokkinn í Norð­vestur­­­kjör­­­dæmi síðan 2016 og gegnt stöðu vara­­­for­­­manns flokksins síðan 2018. 

Ríkis­ráð kemur saman á Bessa­­stöðum á fundi klukkan 16 þar sem em­bættis­­skiptin munu ganga í gegn.

Fréttin hefur verið uppfærð.