Hinn umdeildi forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orbán, telur að það sé nauðsynlegt að aflétta öllum efnahagsaðgerðum gegn Rússum fyrir árslok.

Núverandi aðgerðir ættu stóra þátt í hækkandi verðlagi og verðbólgu í Evrópu undanfarna mánuði .

Þetta kom fram í ræðu Orbáns sem er til umfjöllunar hjá ungverska blaðinuMagyar Nemzet. Þar kemur fram að Orbán hafi kallað eftir því að refsiaðgerðum yrði aflétt í von um að rétta af efnahagástandið í Evrópu.

Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, tilkynnti fjölmiðlum eftir fundarhald á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að aðildarríkin væru samhuga í því að boða hertar aðgerðir í garð Rússa eftir nýjusta útspil Vladimírs Pútín í stríði Rússa við Úkraínu.

Meðal þess sem aðildarríkin samþykktu á fundi sínum í gær var að halda áfram að aðstoða Úkraínumenn við að vígvæðast.

Að mati Orban hafi aðgerðir Evrópusambandsins helst komið niður á íbúum Evrópu en ekki Rússlands, ólíkt því sem stjórn Evrópusambandsins hafi lofað á sínum tíma.