Tekjur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022 jukust um 14 prósent frá fyrra ári og er helsta skýringin auknar tekjur Orku náttúrunnar af raforkusölu til stóriðju, en hluti af raforkusölu hennar er tengdur markaðsverði á áli.

Álverðið var liðlega 50 prósentum hærra fyrstu þrjá mánuði ársins 2022 en 2021 og 90 prósentum hærra en 2020 sem leiddi til þess að tekjur Orku náttúrunnar jukust um milljarð króna frá fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 til jafnlengdar í ár.