Sajid Sadpara, sonur fjall­göngu­mannsins Mu­hammad Ali Sadpara, sem sá síðast til þremenninganna John Snorra, Juan Pablo Mohr og Ali Sadpara, stofnaði aðgang á Twitter og eftir að nokkrir óprúttnir aðilar þóttust vera hann á samfélagsmiðlum og dreifðu falsfréttum.

Hann birti myndband á Twitter að benda fólki á hægt væri að fylgjast með nýjustu tilkynningum á síðunni sinni eða föður síns. Hvetur hann fólk til að tilkynna Twitter síður sem dreifa falsfréttum í hans nafni.

Sajid Sadpara er yngsti fjallgöngugarpurinn til að ná að toppi K2. Hann var á leið á toppinn ásamt þremenningunum þegar hann þurfti að snúa við vegna vandræða með súrefniskútinn sinn. Pakistanski herinn hefur leitt umfangsmiklar leitaraðgerðir frá 6. febrúar en hingað til hefur leitin ekki borið árangur.

„Ég er þakklátur fyrir allan stuðninginn og kveðjurnar. Það eru margir gervi-aðgangar sem hafa verið stofnaðir í mínu nafni og í nafni föður míns. Þessir aðilar eru að dreifa falsfréttum. Ég var ekki með Twitter aðgang þar til í dag,“ segir Sajid á Twitter.