Ó­prúttinn aðili þóttist vera lög­reglan og hringdi í nokkra íbúa í Grinda­vík og sagði þeim að yfir­gefa hús sín vegna yfir­vofandi hættu á nýrri gos­sprungu. Lögregla rannsakar nú málið.

Sam­kvæmt upp­lýsingum Frétta­blaðsins var efni sím­talsins ný gosprunga nærri bænum. Var í­búum sagt að þau yrðu að yfir­gefa hús sitt. Eftir því sem blaðið kemst næst var um nokkra íbúa að ræða sem fengu slíkt sím­tal.

Þess ber að geta að engin slík sprunga hefur opnast og engin hætta í Grinda­vík. Vakt­hafandi varð­stjóri lög­reglunnar á Suður­nesjum hafði ekki heyrt af málinu þegar Frétta­blaðið bar það undir hana.

Úlfar Lúð­víks­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesjum, stað­festir hins­vegar í sam­tali við Ríkis­út­varpið að rann­sókn á síma­atinu sé hafið hjá lög­reglu. Það sé af og frá að lög­regla sé að hafa sam­band við íbúa. Frétta­blaðið hefur ekki náð í Úlfar en fram hefur komið að nyrsti gígurinn á gos­sprungunum er nú hættur að gjósa.