Ó­prúttinn aðili braust inn á Face­book síðu og Insta­gram reikning Hildar Björns­dóttur borgar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokksins og eyddi báðum síðum. Hildur hefur nú þegar stofnað nýjan að­gang á Face­book og Insta­gram.

„Þetta gerðist í­trekað í desember rétt fyrir jólin. Ein­hver náði að hakka sig inn á báðar síður.“ segir Hildur í sam­tali við Frétta­blaðið. Hún segist hafa reynt að endur­heimta að­ganginn sinn en fékk enga að­stoð frá sam­fé­lags­miðlinum. Insta­gram er í eigu Face­book og er því hægt að nálgast báðar síður komist aðili inn á aðra þeirra.

Ljóst er að um mikið tap sé að ræða þar sem stór hluti sam­skipta fer fram á sam­fé­lags­miðlum.

„Þetta er á­kveðið tap, að sjálf­sögðu. Þarna missti ég vini sem ég þarf að finna aftur. Þetta er í raun 10 ár af sam­skiptum og myndum sem maður tapar.“

Hildur segir það leitt að hafa tapað öllum myndunum á Insta­gram en telur þó að hún eigi ein­hver af­rit í tölvunni.

„Þetta voru mikið af myndum af börnunum mínum og fjöl­skyldunni. það er leitt að tapa þessu.“

Hildlur segir ekkert í stöðunni en að byrja upp á nýtt og stofna nýjan að­gang. Að­spurð hvort hana gruni ein­hvern svarar Hildur neitandi.

„Það liggur enginn undir grun hjá mér. Það hafa nú ef­laust fleiri lent í ein­hverju sam­bæri­legu og hugsan­lega er þetta bara eitt­hvað ó­happa­til­vik.“

Mynd/Skjáskot af nýja Instagram reikningi Hildar.