Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, mun mæla með því við heil­brigðis­ráð­herra að opnunar­tími skemmti­staða verði lengdur. Þetta kom fram á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í dag. Hann sagði að opnunartíminn verður lengdur fyrir næstu mánaða­rmót.

Skemmti­staðir mega eins og staðan er núna ekki vera opnir lengur en til ellefu á kvöldin. Þór­ólfur býst við því að opnunar­tíminn verður lengdur til annað hvort tólf eða eitt að nóttu til.

Hann mælti hins vegar gegn rýmkun reglna um há­marks­fjölda á fjölda­sam­komum. Til stóð að hækka fjölda­tak­markanir úr 500 í 2.000 manns á mánu­daginn en Þór­ólfur mun mæla gegn því.