Á­ætlað er að hægt verði að opna fyrir um­ferð við Þjóð­leik­húsið á Hverfis­götunni í næstu viku. Fram kemur í til­kynningu frá Reykja­víkur­borg að senn líði að verk­lokum endur­gerðar á Hverfis­götu frá Smiðju­stíg og niður fyrir Ingólfs­stræti.

Um helgina verður lokið við að stein­leggja torg á gatna­mótum Hverfis­götu og Ingólfs­strætis. Við þann á­fanga kemur vel í ljós hve miklu fram­kvæmdirnar munu breyta fyrir á­sýnd götunnar.

Í næstu viku verður unnið að loka­frá­gangi gang­stéttar og hjóla­stígs við norðan­verða Hverfis­götu við Safna­hús og Þjóð­leik­húsið. Stein­lagt torg fyrir framan Þjóð­leik­húsið verður til­búið í lok fyrstu viku nóvember og verður opnað fyrir um­ferð í beinu fram­haldi.

Vinnu við frá­gang gang­stéttar og hjóla­stígs að sunnan­verðu á að ljúka um miðjan nóvember.

Miklar tafir hafa verið á fram­kvæmdum sem hófust í maí. Þeim átti að ljúka við lok ágúst. Í byrjun mánaðarins sagði upp­lýsinga­full­trúi Reykja­víkur­borgar, Bjarni Brynj­úlfs­son, helstu á­stæður fyrir seinkun fram­kvæmdanna vera tafir við lagna­vinnu – meðal annars fleygun fyrir frá­veitu­lögnum, vinna við kalda­vatns­lagnir og hita­veitu­lagnir auk forn­minja sem tafið hafa vinnu við frá­gang við Traðar­kots­sund.

Rekstraraðilar við götuna hafa gagnrýnt tafirnar harðlega.