Út­sýnis­pallurinn á Úlfars­felli verður form­lega opnaður við at­höfn klukkan 14 í dag. Neyðar­línan, RÚV og Voda­fone standa saman að byggingu út­sýnis­palls á Stóra­hnjúk á toppi Úlfars­fells. Pallurinn stendur við hlið fjar­skiptamastursins á fjallinu sem sömu aðilar standa að.

Í til­kynningu segir að fjar­skiptama­strið sem stendur við hlið út­sýnis­pallsins tryggi full­nægjandi út­varps- og fjar­skipta­þjónustu á höfuð­borgar­svæðinu. Búið er að taka það í notkun.

Mastrið fór ekki upp án á­greinings því full­trúar Mið­flokksins í borginni lögðust al­ger­lega gegn þessum fram­kvæmdum. Þá voru ein­hverjir í­búar í nær­liggjandi byggðum sem lýstu yfir á­hyggjum af geislun frá mastrinu eða frá bylgjunum sem það sendir frá sér.

Því svaraði bæði Eðlis­fræðinga­fé­lag Ís­lands auk þess sem for­stjóri Geisla­varna ríkisins sagði að það sé ekki vísinda­lega sannað að slíkt valdi hættu.

Lág­marka sjón­ræn á­hrif

Í til­kynningu frá Neyðar­línunni segir að út­sýnis­pallurinn sé byggður úr náttúru­legu byggingar­efni til að lág­marka sjón­ræn á­hrif mann­virkisins og til þess að það falli sem best að um­hverfinu.

Fjöl­farnar göngu­leiðir liggja upp fjallið og trónir út­sýnis­pallurinn á toppi fjallsins sem er 296 metra hátt, en þaðan er frá­bært út­sýni til allra átta.

Á pallinum hefur verið komið fyrir fjórum fræðslu­skiltum þar sem sjá má öll þau ör­nefni sem blasa við þegar litið er til hverrar höfuð­áttar. Þá er á pallinum bekkur þar sem göngu­fólk getur sest niður og kastað mæðinni eftir gönguna upp fjallið.