Til stendur að opna þriðju Co­vid-legu­deildina á Land­spítalanum vegna veldis­vaxtar far­aldursins á landinu. Þetta kom fram í kvöld­fréttum Stöðvar 2.

26 ein­staklingar eru nú inn­liggjandi á spítalanum með Co­vid-19 sjúk­dóminn. Þrír sjúk­lingar eru nú á gjör­gæslu, þar af tveir í öndunar­vél.

Gjör­gæslu­rýmum fyrir Co­vid-19 sjúk­linga hefur nú þegar verið fjölgað.

Alls greindist 81 með kórónu­veiruna innan­lands í gær, 65 voru í sótt­kví við greiningu. Ný­gengni innan­lands­smita, eða fjöldi smita á hverja hundrað þúsund íbúa, er nú 281,2 á landinu.