Stjórnvöld í Úganda samþykktu í dag að opna skóla landsins að nýju, tæpum tveimur árum eftir að ákveðið var að loka öllum skólum vegna kórónaveirusmita.

Ákveðið var að loka öllum skólum í mars 2020 til að reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu.

Fyrir vikið hafa leik- og grunnskólar verið lokaðir í tæp tvö ár en nemendur í mennta- og háskólum landsins gátu haldið áfram að sinna náminu í fjarnámi eftir því sem líða tók á faraldurinn.

Þegar ákveðið var að loka öllum skólum í Úganda hafði það áhrif á daglegt líf um 15,5 milljón manns.

Samkvæmt menntamálaráðherra Úganda, John Muyingo, teljast leikskóla- og grunnskólanemendur hafa lokið einu ári á meðan lokunin stóð yfir.

Um er að ræða lengstu samfleyttu lokun skóla í heimsfaraldrinum samkvæmt Sameinuðu þjóðunum.