Sam­eigin­leg raf­ræn gátt vegna of­beldis fyrir þol­endur, ger­endur og að­stand­endur var form­lega tekin í notkun í dag. Í henni felst að vef 112, 112.is, er breytt til að verða alls­herjar upp­lýsinga­torg um allt sem við kemur of­beldi, á­samt því að opnað verður á beint sam­tal við neyðar­verði í net­spjalli 112.

Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir, ríkis­lög­reglu­stjóri kynnti verkefnið, sem ber heitið Segðu frá, á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í dag.

Með sam­eigin­legri raf­rænni gátt vegna of­beldis er allt ferli sem miðar að að­stoð ein­faldað, upp­lýsingar um hvað of­beldi er gerðar að­gengi­legar og boðið upp á úr­ræði til lausnar, segir í fréttatilkynningu frá ríkislögreglustjóra.

„Við vitum að það er aukin hætta á of­beldi á tímum á­falla og efna­hags­þrenginga,“ sagði Sig­ríður Björk á upp­lýsinga­fundinum.

„Til­kynningum til barna­verndar­nefnda fjölgaði um fimm­tán prósent á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við árið á undan og að sama skapi hefur til­kynningum til lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu um heimilis­of­beldi aukist um fjór­tán prósent, í saman­burði við meðal­tal síðustu þriggja ára,“ sagði Sig­ríður.

„Við í lög­reglunni og fé­lags­þjónustunni þekkjum mjög vel hversu erfið út­köll inn á heimili geta verið þegar of­beldi hefur átt stað og hversu mikil­vægt það er að koma þeim skila­boðum á fram­færi að það er hjálp að fá,“ sagði hún enn fremur en vefnum er ætlað að auðvelda þolendum og gerendum að leita sér aðstoðar.

Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og Þórhalli Ólafssyni, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar við undirritun.
Ljósmynd/Ríkislögreglustjóri

Hrinda af stað vitundarvakningu gegn ofbeldi

Á nýja þjónustu­vefnum verður hægt að að kalla eftir að­stoð í hvaða nefni sem hún nefnist. Þá verður einnig hægt að kynna sér hvað telst vera of­beldi og boðið verður upp á úr­ræði til lausnar fyrir ger­endur og þol­endur á einum stað.

Vefurinn er á ís­lensku í fyrstu út­gáfu en unnið er að því að þýða hann á ensku og pólsku. Þá verður einnig hægt að hafa sam­band við neyðar­verði á ís­lensku og ensku.

„Vefurinn opnar form­lega í dag og þá ætlum við að hrinda af stað vitundar­vakningu þar sem fólk er hvatt til að segja frá og hvatt til að hafa sam­band við einn einn tveir ef að minnist grunur vaknar um of­beldi,“ sagði Sig­ríður á fundinum.

„Við verðum að komast inn í þessi mál sem allra fyrst því þetta er svo varnar­laus hópu og af­leiðingarnar hrika­legar,“ sagði hún enn fremur.

Sig­ríður tók það það fram að kjarninn í þessum verk­efnum væri að fá fólk til að leita sér að­stoðar hvort sem það er í gegnum vefinn eða síma­númerið einn einn tveir.

„Við vitum að það geta verið þung skref að leita sér hjálpar vegna heimilis­of­beldis og sumir veigra sér líka við að hringja í einn einn tvo nema erindið sé al­var­legt og jafn­vel að það sé mikill líkam­legur skaði sem er bara ein birtingar­mynd of­beldisins,“ sagði Sig­ríður.

Auðveldar aðgengi yngri kynslóðinnar að aðstoð

Mark­mið vefsins er einnig til þess að reyna ná betur til yngri kyn­slóðarinnar sem Sig­ríður sagði að tala helst ekki í síma. Þjónustu­vefurinn byggist á gagn­kvæmum sam­skiptum til þess að lækka þröskuldinn til við­bragðs og stuðnings­aðila.

Hin raf­ræna gátt 112 um of­beldi er ein af megin­til­lögum að­gerða­t­eymis gegn of­beldi sem Ás­mundur Einar Daða­son, fé­lags-og barna­mála­ráð­herra og Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra skipuðu til að stýra og sam­ræma að­gerðir gegn of­beldi á tímum efna­hags­þrenginga og á­falla.

„Það er mikil þörf á vitundar­vakningu um of­beldi í sam­fé­laginu og sam­eigin­leg raf­ræn gátt getur gegnt lykil­hlut­verki í því að koma bæði þol­endum og ger­endum til hjálpar. Of­beldi er margs­konar og við þurfum að að­stoða þá sem eru í þeim víta­hring,“ segir Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra í frétta­til­kynningu frá ríkis­lög­reglu­stjóra.

„Það á ekki nokkur aðili að þurfa að þola of­beldi, hvort sem um er að ræða líkam­legt eða and­legt. Með opnun þessarar raf­rænu gáttar stígum við stórt skref í þá átt að vekja at­hygli á því of­beldi sem fjöl­margir verða fyrir, eitt­hvað sem við verðum að takast á við og reyna að upp­ræta með öllum mögu­legum ráðum,“ segir Ás­mundur Einar Daða­son, fé­lags- og barna­mála­ráð­herra.