Rauði krossinn hefur opnað nýtt far­sóttar­hús fyrir fólk í ein­angrun með virka CO­VID-19 sýkingu. Far­sóttar­hótelið Lind var orðið svo til fullt, sam­kvæmt frétta­til­kynningu frá Al­manna­vörnum og Em­bætti Land­læknis.

Í dag greindust 44 smit, þar af 38 innan­lands, sem er mesti fjöldi greininga á einum degi á þessu ári. Nú eru 163 í ein­angrun og 454 í sótt­kví og við því að búast að sú tala hækki á næstu dögum.

Al­manna­varnir hvetja fólk sem kemur til landsins frá út­löndum og hefur sterk tengsl inn í sam­fé­lagið að fara í skimun við komuna til landsins.