Í dag verður opnað í Bláfjöllum á milli klukkan 14 og 17:39 í dag. Í tilkynningu frá skíðasvæðinu segir að veðurspáin sé óspennandi en að ef það breytist verði opnunin lengri.
Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu almannavarna er enn hættustig á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og í Árnessýslu vegna jarðskjálftahrinu en það virðist ekki hafa áhrif á Bláfjöll og opnun skíðasvæðisins.
Þá kemur fram í tilkynningu Bláfjalla að göngubraut verði lögð eftir mat en að engin rúta verði í dag. Þá er fólk minnt á grímuskylduna og að buff sé ekki nægileg vörn í röð eða á leið í lyftunni.
Tilkynningin er aðgengileg hér að neðan.
Jæja, við ætlum að byrja á því að opna hér í Bláfjöllum í slott 2 á milli 14 -17:30, veðrið í kvöld er óspennandi. En...
Posted by Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell on Thursday, 25 February 2021