Í dag verður opnað í Blá­fjöllum á milli klukkan 14 og 17:39 í dag. Í til­kynningu frá skíða­svæðinu segir að veður­spáin sé ó­spennandi en að ef það breytist verði opnunin lengri.

Sam­kvæmt upp­lýsingum á heima­síðu al­manna­varna er enn hættu­stig á höfuð­borgar­svæðinu, Reykja­nesi og í Ár­nes­sýslu vegna jarð­skjálfta­hrinu en það virðist ekki hafa á­hrif á Blá­fjöll og opnun skíða­svæðisins.

Þá kemur fram í til­kynningu Blá­fjalla að göngu­braut verði lögð eftir mat en að engin rúta verði í dag. Þá er fólk minnt á grímu­skylduna og að buff sé ekki nægi­leg vörn í röð eða á leið í lyftunni.

Til­kynningin er að­gengi­leg hér að neðan.

Jæja, við ætlum að byrja á því að opna hér í Bláfjöllum í slott 2 á milli 14 -17:30, veðrið í kvöld er óspennandi. En...

Posted by Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell on Thursday, 25 February 2021