Bandaríski lyfjarisinn Purdue Pharma, sem er eigu Sackler fjölskyldunnar, hefur náð 270 milljóna dollara sátt vegna málaferla í sinn garð vegna framleiðslu á ávanabindandi ópíóðaverkjatöflunum OxyContin en ópíóðafaraldurinn hefur dregið þúsundir til dauða í Bandaríkjunum, að því er fram kemur á vef BBC.

Um er að ræða fyrstu málaferlin sem hafa klárast en lyfjafyrirtækið á yfir hendur sér yfir 2000 aðrar málsóknir vegna lyfsins en fyrirtækið hefur ítrekað verið sakað um að gefa upp falskar upplýsingar um ávanabindandi eðli lyfsins. Fyrirtækið hefur ávallt þvertekið fyrir það en meðlimir Sackler fjölskyldunnar sjálfar hafa einnig sætt ákæru vegna málsins.

Sjá einnig: Sæta ákæru fyrir blekkingar vegna ópíóðafaraldursins

Málaferlin sem um er að ræða voru af hálfu Oklahoma ríkis í Bandaríkjunum en lyfjarisinn hefur meðal annars heitið því að setja á fót meðferðarstofnun fyrir þá sem eru háðir ópíóðum á vegum Oklahoma háskóla. Árið 2017 létust 70.200 manns úr ofneyslu efnisins en talið er að 130 manns látist á degi hverjum í landinu vegna faraldursins.