Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fjarfund fimmtudaginn 19. ágúst kl. 10:00.

Í tilkynningu segir að tilefni fundarins sé umfjöllun nefndarinnar um verklag nefndar um eftirlit með lögreglu.

Gestir fundarins verða Stefán Örn Arnarsson frá Landssambandi lögreglumanna, Helgi Valberg Jensson frá Ríkislögreglustjóra og Helga Þórisdóttir og Helga Sigríður Þórhallsdóttir frá Persónuvernd.

Vegna takmarkana á fundahaldi fastanefnda er ekki unnt að hafa fundinn opinn með hefðbundnum hætti eða taka á móti fjölmiðlum á nefndasviði Alþingis. Því verður fundinum streymt á vef þingsins og sjónvarpsrás þess.