Allir ríkisstarfsmenn í Bandaríkjunum verða skyldaðir til bólusetja sig gegn Covid-19 samkvæmt nýrri forsetatilskipun sem Joe Biden Bandaríkjaforseti mun undirrita í dag.

Áður gátu óbólusettir starfsmenn hjá hinu opinbera í Bandaríkjunum mætt til vinnu með neikvæðar niðurstöður úr PCR-prófi en það verður það ekki lengur boði. Sama mun gilda fyrir verktaka sem taka að sér verkefni fyrir hið opinbera. CNN hefur eftir heimildum sínum að forsetinn vilji með þessu skapa fordæmi fyrir stofnanir og fyrirtæki.

Rúmar tvær vikur eru liðnar frá því að Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (e. FDA) samþykkti bóluefni Pfizer og BioNTech að fullu. Eftir að leyfið var gefið út óskuðu fjölmargar stofnanir eftir því að bólusetning yrði skylda.

Hvíta húsið segir í nýrri tilkynningu að forsetinn muni kynna sex þrepa áætlun til að tækla heimsfaraldur Covid-19 innan Bandaríkjanna. Hann mun meðal annars leggja áherslu á bólusetningar, örvunarskammta, grímuskyldu og auka prófanir með gjaldfrjálsum Covid-19 prófum.

„Faraldur hinna óbólusettu en harmleikur sem hægt er að koma í veg fyrir. Hægt er að koma í veg fyrir þessi dauðsföll. Ef þú hefur ekki enn fengið bólusetningu, gerðu það þá núna. Það gæti bjargað lífi þínu og þeirra sem þú elskar,“ sagði Joe Biden á Twitter í dag.