Víðtæk netárás hefur lokað á aðgang að nokkrum opinberum vefsíðum hjá úkraínsku ríkisstjórninni, meðal annars vefsíður utanríkis- og menntamálaráðuneytanna.
Talsmenn segja of snemmt að segja til um upptök árásarinnar en grunur liggur á því að um sé að ræða rússneska hakkara. Úkraína hefur margoft orðið fyrir netárásum af höndum rússneskra hakkara og mikil spenna er nú á milli landanna.
Hakkararnir skildu eftir skilaboð á vefsíðu utanríkisráðuneytisins þar sem segir meðal annars: „Úkraínubúar!...Allar upplýsingar um ykkur hafa verið opinberaðar, verið hrædd og búist við verra.“
Fyrir ofan skilaboðin má sjá kort af Úkraínu og fána landsins, bæði með strikað yfir miðjuna.
NEWS IN KYIV: Several Ukrainian government websites down due to a major a cyberattack. Below is the @MFA_Ukraine website now. It reads in part: "Ukrainians!...All information about you has become public, be afraid and expect worse." Sites of MOD and Education ministry also down. pic.twitter.com/3lbA06Q3Fl
— Christopher Miller (@ChristopherJM) January 14, 2022
Unnið er að því að koma vefsíðum aftur í gang og rannsókn hefur verið hafin á málinu.
Rússland hefur verið í viðræðum síðustu vikuna við Bandaríkin, Nató og OSCE þar sem var gerð tilraun til að finna diplómatíska lausn á hækkuðu spennustigi milli Úkraínu og Rússlands.
Viðræðurnar hafa hingað til skilað engu og sendiherrar frá Póllandi og Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að ástandið nálgist stríð. Rússland hefur krafist þess að Úkraína fái aldrei inngöngu í Nató.
Rússland hefur safnað um hundrað þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu og byrgt þá upp með herbúnaði.
Hundruð þúsund netárása á hverju ári
Rússland tók eignarhaldi á Krímskaganum árið 2014 sem velti af stað stríði í Donbas héraði Úkraínu. Síðan þá hefur Úkraína orðið fyrir holskeflu af netárásum.
Hakkarar slóu út rafmagni í stórum hluta landsins um vetur 2015 sem leiddi til þess að tæplega 250 þúsund manns voru án hita og rafmagns. Svipuð árás átti sér stað 2016. Grunur liggur á því að um rússneska hakkara hafi verið að ræða.
Árið 2017 urðu bankar, fréttamiðlar og stórfyrirtæki fyrir barðinu á vírus sem er einnig talinn eiga upptök sín hjá rússneskum hökkurum.
Um 288 þúsund net árásir áttu sér stað fyrstu tíu mánuði ársins 2021 og um 397 þúsund yfir allt árið 2020.