Víð­tæk net­á­rás hefur lokað á að­gang að nokkrum opin­berum vef­síðum hjá úkraínsku ríkis­stjórninni, meðal annars vef­síður utan­ríkis- og mennta­mála­ráðu­neytanna.

Tals­menn segja of snemmt að segja til um upp­tök á­rásarinnar en grunur liggur á því að um sé að ræða rúss­neska hakkara. Úkraína hefur marg­oft orðið fyrir net­á­rásum af höndum rúss­neskra hakkara og mikil spenna er nú á milli landanna.

Hakkararnir skildu eftir skila­boð á vef­síðu utan­ríkis­ráðu­neytisins þar sem segir meðal annars: „Úkraínu­búar!...Allar upp­lýsingar um ykkur hafa verið opin­beraðar, verið hrædd og búist við verra.“

Fyrir ofan skila­boðin má sjá kort af Úkraínu og fána landsins, bæði með strikað yfir miðjuna.

Unnið er að því að koma vef­síðum aftur í gang og rann­sókn hefur verið hafin á málinu.

Rúss­land hefur verið í við­ræðum síðustu vikuna við Banda­ríkin, Nató og OSCE þar sem var gerð til­raun til að finna diplómatíska lausn á hækkuðu spennu­stigi milli Úkraínu og Rúss­lands.

Við­ræðurnar hafa hingað til skilað engu og sendi­herrar frá Pól­landi og Banda­ríkjunum hafa lýst yfir á­hyggjum yfir því að á­standið nálgist stríð. Rúss­land hefur krafist þess að Úkraína fái aldrei inn­göngu í Nató.

Rúss­land hefur safnað um hundrað þúsund her­mönnum við landa­mæri Úkraínu og byrgt þá upp með her­búnaði.

Hundruð þúsund netárása á hverju ári

Rúss­land tók eignar­haldi á Krím­skaganum árið 2014 sem velti af stað stríði í Donbas héraði Úkraínu. Síðan þá hefur Úkraína orðið fyrir hol­skeflu af net­á­rásum.

Hakkarar slóu út raf­magni í stórum hluta landsins um vetur 2015 sem leiddi til þess að tæp­lega 250 þúsund manns voru án hita og raf­magns. Svipuð árás átti sér stað 2016. Grunur liggur á því að um rúss­neska hakkara hafi verið að ræða.

Árið 2017 urðu bankar, frétta­miðlar og stór­fyrir­tæki fyrir barðinu á vírus sem er einnig talinn eiga upp­tök sín hjá rúss­neskum hökkurum.

Um 288 þúsund net á­rásir áttu sér stað fyrstu tíu mánuði ársins 2021 og um 397 þúsund yfir allt árið 2020.