Allir sem luku grunnbólusetningu fyrir Covid-19 24. júní eða fyrr eru velkomin í Laugardalshöll í dag, 24. nóvember, á milli klukkan tíu og þrjú í örvunarskammt.

Bóluefnið Pfizer verður notað í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Einstaklingar sem eru 70 ára og eldri geta mætt ef þrír mánuðir eru liðinir frá seinni skammti grunnbólusetningar og þeir sem fengu Janssen geta mætt ef meira en 28 dagar eru liðnir frá bólusetningunni.

Þá eru öll óbólusett börn frá tólf ára einnig velkomin, segir í tilkynningunni.

Mikilvægt er að muna að 14 dagar þurfa að líða á milli inflúenslubólusetningar og bólusetningar gegn Covid-19.

Þeir sem eru með grunnbólusetningu og hafa fengið Covid-19 þurfa að bíða þar til frekari fyrirmæli berast.