Þegar Opel Mokka VRX kemur á markað verður hann fyrsti VRX-inn síðan 2015. Spurningin er hvort bíllinn verði eitthvað öflugri en núverandi bíll, en talsmenn Opel/Vauxhall hafa sagt að hægt sé að bæta akstur bílsins með fleiri en einum hætti. Opel hefur ekki gefið út tækniupplýsingar fyrir Mokka-e en hann deilir sama undirvagni og raf búnaði og Peugeot e-2008. Sá bíll er með hröðunina sléttar níu sekúndur í hundraðið. Ople Corsa VRX er líklegri til að hafa meira afl en hann þyrfti að keppa við bíla eins og Ford Fiesta ST og VW Polo GTI. Til að byrja með sæjum við samt sama 134 hestafla rafmótor og í Corsa-e með breyttri fjöðrun, öflugri bremsum og skarpara stýri. Opel Corsa-e er 7,6 sekúndur í hundraðið svo hann er ekki mikill eftirbátur Opel Corsa VRX 2019 sem var 6,8 sekúndur í 100 km hraða. Líklega yrði rafútgáfan einnig sneggri en bensínbíllinn í 50 km á klst.