Hraðhleðsla upp að 100 kW verður möguleg og öllum bílum mun fylgja 11 kW hleðslustöð. Ekkert pláss mun tapast innandyra þrátt fyrir rafhlöðuna og verður pláss í farangursrými hlaðbaksins 351 lítri en 516 lítrar í langbakinum. Hægt verður að panta bílinn snemma á næsta ári en fyrstu bílarnir í Evrópu verða afhentir í júní 2023.