Hraðhleðsla upp að 100 kW verður möguleg og öllum bílum mun fylgja 11 kW hleðslustöð. Ekkert pláss mun tapast innandyra þrátt fyrir rafhlöðuna og verður pláss í farangursrými hlaðbaksins 351 lítri en 516 lítrar í langbakinum. Hægt verður að panta bílinn snemma á næsta ári en fyrstu bílarnir í Evrópu verða afhentir í júní 2023.
Opel Astra Electric verður með Vizor-grillinu og pixel-díóðuljósum. MYND/STELLANTIS
Bíllinn verður fáanlegur bæði sem hlaðbakur og langbakur og verður rafdrifna útgáfan með allt að 415 km drægi. Sá bíll mun koma á EMP2-undirvagninum sem inniheldur 54 kWst raf hlöðu, en þá verður hann búinn 152 hestaf la rafmótor að framan sem skilar 270 Nm togi. Hámarkshraði er 170 km á klst. en þótt upptak í 100 km hafi ekki verið gefið upp, má búast við á milli 8-9 sekúndum.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir