Í dag má gera ráð fyrir vest­lægri átt, hvass­viðri og sums staðar stormi með slyddu­éljum og éljum. Það verður lengst af þurrt fyrir austan en í öðrum lands­hlutum dregur úr ofan­komu þegar þegar líður á daginn.

Þetta kemur fram í hug­leiðingum veður­fræðings á vef Veður­stofu Ís­lands.

Gular við­varanir eru í gildi víða um land fram eftir degi þar sem gert er ráð fyrir élja­gangi með lé­legu skyggni. Á höfuð­borgar­svæðinu er gul við­vörun í gildi til klukkan 14 í dag. Röskun hefur þegar orðið á flugi og á­kvað Icelandair í gær að af­lýsa öllum komum frá Norður-Ameríku nú í morguns­árið vegna veðurs. Þá var öllu morgun­flugi til Evrópu af­lýst, nema flugi til Tenerife og Ali­cante. Öllu innan­lands­flugi var einnig af­lýst.

Í hug­leiðingum veður­fræðings kemur fram að það dragi smám saman úr vindi í dag og í kvöld verði veður orðið skap­legt víðast hvar. Búast má við vægu frosti en við ströndina verður yfir­leitt frost­laust.

„Á morgun er síðan von á enn einni lægðinni sem keyrir yfir landið. Í byrjun má gera ráð fyrir slyddu eða snjó­komu sem síðan færist yfir í rigningu og á­gætum hita. Um kvöldið verður vindur suð­vest­lægur með skúrum eða slyddu­éljum og kólnar aftur.“

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á laugar­dag:
Suð­læg átt 8-15 m/s og slydda eða snjó­koma, en fer að rigna sunnan- og vestan­lands með morgninum. Hlýnandi, hiti 1 til 7 stig eftir há­degi. Suð­vest­lægari síð­degis með skúrum um landið sunnan- og vestan­vert.

Á sunnu­dag:
Norð­læg eða breyti­leg átt 5-13 og él, en úr­komu­lítið sunnan­lands eftir há­degi. Frost 0 til 6 stig.

Á mánu­dag:
Fremur hæg breyti­leg átt og þurrt að kalla, en hvassari austan­átt síð­degis með snjó­komu á köflum sunnan­til. Frost 0 til 10 stig, kaldast í inn­sveitum fyrir norðan.

Á þriðju­dag:
Norð­aust­læg átt og él, en lengst af úr­komu­lítið suð­vestan­til. Frost 2 til 12 stig, mildast syðst.

Á mið­viku­dag:
Breyti­leg átt og él á víð og dreif. Heldur kólnandi.

Á fimmtu­dag:
Út­lit fyrir vaxandi suð­læga átt með vætu og hlýnandi veðri í bili.