Hæg breytileg átt, skýjað og dálítil væta í flestum landshlutum í dag. Hiti 7 til 15 stig, svalast á Vestfjörðum.
Yfir landinu er nú víðáttumikil lægð, nánast kyrrstæð og grynnist. Þar í miðjunni er núna rólegheita veður.

Austlægari átt verður seint á morgun og fer að rigna um landið vestanvert um kvöldið. Hiti yfirleitt 8 til 13 stig.

Eftir þessi rólegheit má búast við austlægri átt, 5-13 m/s og rigningu, einkum sunnan- og vestanlands, þegar ný lægð kemur upp að landinu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Austlæg átt 5-13 m/s og fer að rigna, fyrst sunnantil, en úrkomulítið á Norðurlandi fram eftir degi. Hiti 8 til 13 stig.

Á fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-10 og rigning í, en þurrt og bjart á köflum norðaustanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á föstudag:
Suðlæg átt og áfram dálítil rigning, eða skúrir, en bjart að mestu norðaustantil. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Suðvestan 5-13 og rigning um vestanvert landið, en þurrt og bjart veður norðaustan- og austanlands. Fremur milt, einkum austantil.

Á sunnudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt og áfram rigning sunnan - og vestantil. Þurrt og bjart fyrir norðan og austan. Hiti svipaður.