Önnur aur­skriða féll innan við Búðar­á á Seyðis­firði snemma í morgun. Ekki er talið að hún hafi valdið miklum skemmdum. Í dag verður um­fang skriðu­falla á Seyðis­firði metið auk frekari hættu á skriðu­föllum. Frá þessu er greint í til­kynningu frá em­bætti ríkis­lög­reglu­stjóra og lög­reglu­stjóranum á Austur­landi.

Þar kemur einnig fram að ó­vissu­stig sé vegna hættu á skriðu­föllum er í gildi á Austur­landi og að neyðar­stig al­manna­varna sé á Seyðis­firði. Þar er rýming enn í gildi og verður út daginn. Staðan á því verður metin í fyrra­málið. Á meðan rýming er enn í gildi er um­ferð um svæðið ó­heimil.

Tjónið verður metið undir eftir­liti lög­reglu með að­stoð björgunar­sveita. Minnst ellefu hús hafa orðið illa fyrir skemmdum.

Enn hættustig á Eskifirði

Á Eski­firði er enn hættu­stig al­manna­varna og rýming í þeim hluta bæjarins sem til­kynnt var um í gær enn í gildi. Í til­kynningu kemur fram að sér­fræðingar frá ofan­flóða­vakt Veður­stofu Ís­lands,

Vega­gerðinni og Fjarða­byggð meta að­stæður á vett­vangi í dag. Vonast er til að niður­staða liggi fyrir fljót­lega eftir há­degi en í gær vor húsin rýmd þegar það kom í ljós að sprungur í gamla Odd­skarðs­veginum, ofan við bæinn, höfðu stækkað.

Myndin er tekin á Seyðisfirði í morgun.
Ljósmynd/Almannavarnir