Þrí­eykið minnir á að þeir sem ó­næmir eru fyrir CO­VID-19 og hafa áður smitast geta enn borið smit á milli ein­stak­linga, meðal annars í gegnum snerti­smit. Þetta er meðal þess sem fram kom í fyrir­spurnum á blaða­manna­fundi al­manna­varna í dag.

Þar sagði Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, að ekki væri til­efni til þess að grípa til hertari að­gerða. Það væri vegna þess að sam­fé­lags­smitum fækki nú. Að­spurður um hvernig þeir sem búnir eru að fá CO­VID-19 eigi að hegða sér sagði Þór­ólfur þá örugga gegn smiti.

„Við lítum svo á að þeir sme hafa fengið stað­festa CO­VID sýkingu fái hana ekki aftur, Það er ekki vitað hversu lengi ó­næmið endist,“ segir Þór­ólfur en tekur fram að mjög ó­lík­legt sé að það endist ekki út ævi ein­stak­linganna.

„Við höfum fengið upp­lýsingar er­lendis frá um ein­staka til­vik en í grun­vallar at­riðum getum við sagt að þeir fái ekki veikina aftur,“ segir hann. Fólk þurfi samt að gæta að sér, enda séu aðrar sýkingar þarna úti. „Það eru aðrar sýkingar þarna­aúti og ég tala nú ekki um ef fólk er við­kvæmt.“

Alma Möller, land­læknir, minnir á að fólk geti enn borið veiruna sín á milli.

„Þó þú sért ó­næmur geturu orðið fyrir því að bera smit, ef þú færð veiruna á hendina og berð hana á­fram. Þannig auð­vitað þarftu að gæta sótt­varna á­fram.“

Þór­ólfur, þú segir að fólk sé við­kvæmara fyrir. Er þá fólk sem fengiðð hefur fengið CO­VID í á­hættu­hópi fyrir aðrar sýkingar?

„Við getum ekkert full­yrt um það en við höfum heyrt það frá fólki að það sé við­kvæmt,“ segir Þór­ólfur og minnir á að verið sé að rann­saka eftir­köst og af­leiðingar CO­VID-19.

Alma segir að vitað sé að þeir sem hafi fengið al­var­legar veiru­sýkingar eru við­kvæmari í lungum. „Þetta höfum við oft séð og höfum dæmi um að fólk sem fékk CO­VIDí vetur er svo að fá lungna­bólgu mörgum vikum síðar. Það er fyllsta á­stæða fyrir þetta fólk að fara með gát.“