Niðurstöður rannsóknar sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar á útbreiðslu Covid-19 á Íslandi leiddu í ljós að um 70 til 80 prósent fólks á aldrinum 20 til 60 ára höfðu smitast af Covid-19 í byrjun apríl 2022.

Þetta kemur fram á vef landlæknis.

Rannsóknin var framkvæmd á höfuðborgarsvæðinu í byrjun apríl síðastliðinn þar útbreiðsla Covid-19 á meðal einstaklinga 20 til 80 ára var könnuð.

Samkvæmt niðurstöðunum voru færri eldri einstaklinga, á aldrinum 60 til 80 ára, með merki um fyrra smit eða 50 prósent.

Á vef landlæknis kemur frma að niðurstöðurnar styrki þá tilgátu að útbreitt ónæmi gegn Covid-19 hafi nú náðst í samfélaginu og þá styðji þær einnig þá ákvörðun sóttvarnalæknis að bjóða einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefni.

Rannsóknin var samstarfsverkefni sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar sem miðaði að því að kanna hversu stórt hlutfall fullorðinna einstaklinga hefðu sýkst af Covid-19.