Fólk sem hefur náð sér eftir að hafa greinst með Co­vid-19 gæti tapað ó­næmi sínu við sjúk­dómnum að­eins nokkrum mánuðum eftir smit.

Í niður­stöðum nýrrar breskrar rann­sóknar um sjúk­dóminn kemur fram að fólk gæti sýkst aftur af veirunni ár eftir ár, líkt og gengur og gerist með al­menna flensu og kvef. Mælingar King´s há­skólans í Lundúnum sýndu fram á að mót­efni sjúk­linga hefði minnkað gífur­lega þrjá mánuði eftir smit.

Rann­sóknin er sú fyrsta sinnar tegundar en í henni eru fylgst með við­brögðum ó­næmis­kerfi sjúk­linga við veirunni. Fylgst var með yfir níu­tíu sjúk­lingum í kjöl­far veikinda.

Mót­efni dvínar eftir þrjár vikur

Rann­sóknar­teymið komst að því að mót­efni sem getur stöðvað veiruna myndast í sjúk­lingum og nær há­marki um þremur vikum eftir smit. Eftir þann tíma fer mót­efnið hratt minnkandi.

Blóð­sýni sýndu að á meðan 60 prósent þátt­tak­enda höfðu á­hrifa­ríkt mót­efni á há­punkti bar­áttunnar við veiruna voru að­eins 17 prósent með á­líka styrk mót­efna þremur mánuðum seinna. Í ein­hverjum til­vikum var ó­mögu­legt að greina mót­efni yfir höfuð.

Bólu­efni ekki svarið

Aðal­höfundur rann­sóknarinnar, Dr. Kati­e Door­es, sagði í sam­tali við Guar­dian að magn mót­efna dvínaði í sam­ræmi við há­punkt sjúk­dómsins. „Það fer eftir því hve hár há­punkturinn er hver lengi mót­efnið varir.“

Í rann­sókninni kemur fram að mót­efni sé helsta vopn ó­næmis­kerfisins gegn veirunni, niður­stöður sýna síðan að þar sem fólk gæti smitast á ný í bylgjum muni bólu­efni ekki geta varið það til langs tíma.