Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu var til­kynnt um hugsan­legt brot á sótt­varna­lögum á veitinga­stað í austur­borginni í dag. Að sögn lög­reglu fóru lög­reglu­menn á vett­vang en allt virtist vera með besta móti.

Þetta kemur fram í skeyti frá lög­reglu. Lög­regla hafði af­skipti af manni sem var í annar­legu á­stand á bóka­safni þar sem hann ó­náðaði starfs­fólk og gesti. Manninum var vísað á brott. Þá var til­kynnt um mann í annar­legu á­standi á heilsu­gæslu en sá yfir­gaf svæðið eftir við­ræður við lög­reglu.

Lög­reglu var svo til­kynnt um um­ferðar­ó­happ á gatna­mótum Kringlu­mýrar­brautar og Miklu­brautar skömmu eftir klukkan 15. Þar höfðu tvær bif­reiðar lent í á­rekstri og voru tveir ein­staklingar fluttir á slysa­deild með sjúkra­bíl. Ekki liggja fyrir upp­lýsingar um það hvort meiðsli þeirra hafi verið al­var­leg.

Loks sinnti lög­regla þremur þjófnaðar­málum í þremur mis­munandi verslunum á höfuð­borgar­svæðinu frá klukkan 11 í morgun til klukkan 17 í dag.