Órói hefur farið lækkandi við Fagra­dals­fjall síðan í gær. Það sem er at­hyglis­vert að sögn sér­fræðinga er hve lengi ó­róinn hefur verið að fjara út, eða hátt í sólar­hring. Ó­mögu­legt er að segja til um það á þessari stundu hvað veldur.

Þessu eru gerð skil í Face­book færslu Eld­fjalla-og náttúru­vá­r­hóps Suður­lands. Þar segir að þessi langi tími sé nokkuð úr takti við það sem menn hafa fengið að kynnast í yfir­standandi gosi.

Öflugum gos­hrinum í Fagra­dals­fjalli hafi síðustu mánuði gjarnan fylgt minni virkni, jafn­vel gos­hlé. Í öllum til­vikum hafi virknin hins­vegar fallið mög skarpt eftir gos­hrinunar og yfir­borðs­virkni al­farið dottið niður á ör­fáum mínútum.

„Hvaða breytingar eru að eiga sér stað í gos­virkninni núna er hins­vegar ó­mögu­legt að segja til um.“