„Þetta hefur verið nokkuð stöðugt hjá okkur, fjöldi þeirra sem hafa verið að greinast. Það kom tveggja vikna tími þar sem innlögnum fjölgaði, rétt fyrir hátíðirnar,“ segir Guðrún Aspelund, sóttvarnarlæknir þegar hún er spurð að því hver staðan á Covid-19 faraldrinum er á Íslandi.
Hún segir að það sé enn sama afbrigði sem sé helst að greinast á Íslandi, ómíkron-afbrigðið.
„Þetta er allt ómíkron afbrigðið en ýmis undirafbrigði af henni, BA.5 og BA.2 og undirafbrigði þeirra. Þessi bylgja sem gengur yfir þessa dagana er ekki jafn stór eins og sú sem gekk yfir síðasta vetur né minni bylgjan sem gekk yfir um sumarið.“
Guðrún segir að sóttvarnaryfirvöld fylgist með stöðunni í öðrum löndum.
„Við fylgjumst vandlega með stöðunni. Það er mikið álag á heilbrigðiskerfinu víðsvegar erlendis vegna öndunarfærasýkinga og við höfum séð víða aukningu í skarlatssóttum, hálsbólgum og alvarlegri streptókokkasýkingum þar sem er krafist innlagnar. Þetta er ekki komið á neyðarstig en við fylgjumst vandlega með stöðunni í öðrum löndum.“