Í­þrótta­konan Mari­eke Ver­voort, sem hlaut gull og silfur á Ólympíu­leikum fatlaðra árið 2012, hefur á­kveðið að nýta sér dánar­að­stoð í Belgíu en þetta kemur fram í frétt Guar­dian um málið. Hin fer­tuga Ver­voort hafði áður skrifað undir skjöl um líknar­dráp og á­kvað að binda enda á líf sitt síðast­liðinn þriðju­dag, 21. októ­ber.

Ver­voort keppti einnig á Ólympíu­leikum fatlaðra í Brasilíu fyrir þremur árum en það var þá sem hún greindi frá því að hún glímdi við ó­læknandi hrörnunar­sjúk­dóm. Hún lýsti því að sjúk­dómurinn gerði það að verkum að hún hafi stans­laust fundið fyrir verkjum og svæfi oft lítið sem ekkert á næturnar vegna þess.

Marieke Vervoort í hjólastólakappi á Ólympíuleikum fatlaðra árið 2016.
Fréttablaðið/Getty

Tókst á við lífið einn dag í einu

Ver­voort hafði lengi verið tals­maður dánar­að­stoðar en hún sagði að það gæfi henni styrk að vera með skjölin sem heimiluðu líknar­dráp. „Ef ég hefði ekki þessi skjöl þá held ég að ég væri búin að fremja sjálfs­morð,“ sagði Ver­voort í við­tali árið 2016 og bætti við að hún teldi lík­legt að sjálfs­morðum myndi fækka með komu líknar­drápa.

„Ég vona að allir sjá að þetta sé ekki morð, heldur gefur fólki tæki­færi á að lifa lengur,“ sagði Ver­voort og lýsti því að hún að hún hafi tekist á við lífið einn dag í einu. „Þú verður að lifa frá degi til dags og njóta hvers augna­bliks.“

Dánar­að­stoð var lög­leidd í Hollandi og Belgíu árið 2002 og síðar voru settar reglur þar sem læknar þurftu að til­kynna um slík til­vik. Sam­kvæmt lögunum þarf við­komandi sjúk­lingur að þjást af ó­læknandi sjúk­dómi og engin von vera um bata. Hann þarf sjálfur að óska eftir dánar­að­stoð og vera metinn hæfur til að taka slíka á­kvörðun. Ó­háður læknir þarf að stað­festa mat læknis við­komandi sjúk­lings.