Óskað var eftir að­stoð lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu á sjötta tímanum í gær er til­kynnt var um ölvaðan ein­stak­ling á vín­veitinga­stað sem var til vand­ræða og neitaði að yfir­gefa staðinn.

Annar ölvaður ein­staklingar var til vand­ræða í and­dyri hótels í bænum um tíu­leytið í gær og var óskað eftir að­stoð lög­reglu.

Þá stöðvaði lög­reglan fimm bif­reiðar í gær­kvöldi og nótt þar sem öku­maður var grunaður um akstur undir á­hrifum fíkni­efna. Í tveimur til­fellum reyndist öku­maður sviptur öku­réttindum og þá var einn far­þegi grunaður um vörslu fíkni­efna.