Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar, segir andrúmsloftið á skrifstofunni vera að batna.

Þetta segir hún í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið.

Ólöf Helga segir að það hafi verið erfitt að sjá Sólveigu fara frá Eflingu. Það sé þó allt að komast aftur í lag eftir allt sem á undan er gengið.

„Við höf­um verið að vinna með vinnustaðasál­fræðingi sem mun fram­kvæma vinnustaðaút­tekt til að greina vand­ann og leita úr­bóta.“

Ólöf Helga segir jafnframt í samtali sínu við Morgunblaðið að hún héldi ekki endilega rétt að starfsfólk Eflingar hafi verið óánægt með Sólveigu.

Það hafi þó verið óánægja með ákveðin atriði í vinnuumhverfinu og samskiptum. Það hafi verið farið fram á úrbætur í þeim efnum.

Að sögn Ólafar Helgu hafi svo komið í ljós að Sólveig var líka óánægð með ákveðna hluti í samskiptum við starfsfólk.

„Liður í vinnustaðaút­tekt­inni er að skoða þetta og reyna að fyr­ir­byggja sam­bæri­leg­an vanda í framtíðinni. Við upp­lif­um hlut­ina á mis­mun­andi hátt,“ segir Ólöf Helga jafnframt í samtali sínu við Morgunblaðið.