Héraðs­dómur Reykja­víkur hefur kveðið upp úr­skurði þar sem fram kemur að á­kvæði reglu­gerðar 355/2021 um að skylda far­þega sem koma frá há­á­ættu­svæðum í sótt­kví á sótt­kvíar­hótel skorti laga­stoð. Heil­brigðis­ráðu­neyti og sótt­varna­læknir fara nú yfir úr­skurðinn sam­kvæmt því sem kemur fram á vef stjórnar­ráðssins.

„Að svo komnu máli verður brugðist við úr­skurðinum með þeim hætti að þeim sem eru á sótt­kvíar­hótelum verður gerð grein fyrir því að þeim sé frjálst að ljúka sótt­kví annars staðar, hafi þeir við­unandi að­stöðu til þess. Eigi að síður biðla sótt­varna­yfir­völd til gesta um að ljúka sótt­kví á sótt­kvíar­hótelinu, enda er það besta leiðin til að draga úr út­breiðslu Co­vid 19-sjúk­dómsins,“ segir á vef stjórnar­ráðsins.

Í fram­haldinu mun heil­brigðis­ráð­herra, í sam­ráði við sótt­varna­lækni, skoða hvaða leið verður farin til að lág­marka á­hættu á að smit berist inn í landið. Greint verður frá við­brögðum á næstum dögum