Öllum starfs­mönnum Sam­takanna '78, sem eru fjórir talsins, hefur verið sagt upp. Þetta stað­festir Daníel E. Arnars­son, fram­kvæmda­stjóri sam­takanna í sam­tali við Frétta­blaðið en Stöð 2 greindi fyrst frá.

Tíu verk­tökum sem einnig starfa fyrir sam­tökin hefur einnig verið sagt upp. Á­stæðan er sú að samningar fé­lagsins við ríkið og Reykja­víkur­borg renna út um ára­mótin og grund­völlur ekki til staðar fyrir á­fram­haldandi rekstri, náist ekki nýir samningar fyrir þann tíma.

„Já, þetta er al­gjört ör­þrifa­ráð. Ég er full­viss um að við náum góðum samningum og höldum á­fram okkar góða starfi á árinu 2021,“ segir Daníel.

Sam­tökin hafi kallað eftir skýrari svörum frá borginni og ríkinu, um það hvernig þau hyggist koma til móts við sam­tökin. Vonar Daníel að sam­tökin nái þannig að draga þessar upp­sagnir til baka.