Út­lendinga­stofnun hefur boðið öllum ein­stak­lingum sem þjónusta var felld niður hjá þjónustu aftur. Auk þess munu þau í dag, eða á næstu dögum, greiða þeim bæði fæðis­peninga og fram­færslu­fé sem hælis­leit­endur fengu ekki greidda á meðan þau nutu ekki þjónustu.

Greint var frá því í gær að Kærunefnd útlendingamála hefði komist að því að ákvörðun stofnunarinnar að fella niður þjónustu þeirra sem ekki vildu fara í PCR-próf hafði ekki verið lögmæt.

Í svari stofnunarinnar við fyrir­spurn Frétta­blaðsins um málið er vísað til úr­skurðar kæru­nefndar út­lendinga­mála sem fjallað var um í gær en þar segir að ekki sé skýrt sam­kvæmt framan­greindum á­kvæðum laga um út­lendinga og reglu­gerðar um út­lendinga og af fram­kvæmd Út­lendinga­stofnunar hve­nær og við hvaða skil­yrði þjónusta við um­sækj­endur um al­þjóð­lega vernd fellur niður.

Greint var frá því fyrr í dag að lög­maður eins mannsins sem felld var niður þjónusta hjá undir­býr nú í sam­ráði við manninn skaða­bóta­mál gegn Út­lendinga­stofnun.

„Um­­bjóð­endur okkur voru sviptir þjónustu í mis­langan tíma og fengu þá hvorki hús­­næði né fæði. Það er því um að ræða beint fjár­hags­­legt tjón en við það bætist sá miski sem þeir allir urðu fyrir. Út­­lendinga­­stofnun við­hafði þetta fram­­ferði allt frá mars mánuði og einn um­­bjóðanda minn hafðist út við í Reykja­­vík heila nótt þegar frostið fór niður fyrir fimm gráður. Við stefnum að því að þing­­festa skaða­bóta­­mál fyrir réttar­hlé nú í lok júní,“ sagði Magnús Norð­dahl, lög­maður mannsins.