Öllum akstri hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu verður aflýst í fyrramálið, 14. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Strætó sendi frá sér rétt í þessu. Rauð viðvörun er í gildi á morgun og er fólki ráðlagt að halda sig heima.

Upphaflega mátti gera ráð fyr­ir rösk­un á þjón­ust­u Stræt­ó en þá hafði verið gefin út appel­sín­u­gul við­vör­u um allt land. Nú hefur Verðurstofa Íslands gefið út rauða viðvörun sem tekur gildi í fyrramálið. Appelsínugul viðvörun verður í gildi á landsbyggðinni.

Strætó mun gefa út frekari upplýsingum milli kl. 10 og 11 á morgun og er hægt að fylgjast með tilkynningum á Twitter.

Á­kveð­ið var að bæta við auk­a­ferð á leið 57 á mill­i Reykj­a­vík­ur og Akur­eyr­ar í dag og aka því tvær ferð­ir í dag í stað einn­ar líkt og venj­an er.

Þá er lík­legt að Aksturs­þjón­ust­a fatl­aðs fólks og aldr­aðr­a rask­ist fyr­ir há­deg­i á morg­un vegn­a ó­veð­urs­ins en mik­il slys­a­hætt­a kann að mynd­ast í kring­um hleðsl­u bíla með hjól­a­stól­um og fólks sem á erf­itt með gang.

Á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u er gert ráð fyr­ir að vagn­arn­ir gang­i sam­kvæmt á­ætl­un en sér­stak­leg­a verð­ur fylgst með vögn­um sem aka í efri byggð­um og leið 23 sem ekur um Álfta­nes.