Öllum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli í morgun hefur verið aflýst eða seinkað vegna lægðarinnar sem gengur yfir landið.

Samkvæmt Guðjóni Helgasyni upplýsingarfulltrúa Isavia mun fyrsta vél fara í loftið samkvæmt áætlun eftir hádegi í dag, eða um klukkan 14.

Farþegar eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum um áætlun fluga á vef Keflavíkurflugvallar eða hjá viðkomandi flugfélögum, sem og að fylgjast með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.

Innanlandsflug

Samkvæmt vef Isavia eru öll innanlandsflug til og frá Reykjavíkuflugvelli á áætlun frá klukkan 12 á hádegi.