Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hafði í nægu að snúast í gær­kvöldi og nótt. Til­kynnt var um hótel­gest í mið­borginni sem hafði valdið tals­verðum skemmdum á her­bergi, auk þess sem við­komandi hafði haft í hótunum við starfs­fólk. Sam­kvæmt dag­bók lög­reglu er málið nú í rann­sókn.

Þá var kona vistuð í fanga­geymslu eftir um­ferðar­ó­happ, grunuð um akstur undir á­hrifum fíkni­efna, og þrír öku­menn hand­teknir vegna gruns um ölvun við akstur.

Lög­reglan var kölluð til í Hafnar­firði í gær­kvöldi vegna á­greinings milli fólks. Þegar lög­reglu bar að garði reyndist ekki þörf á inn­gripi af hálfu lög­reglu.

Þá var til­kynnt um grun­sam­legar manna­ferðir í Hafnar­firði en að sögn íbúa gengu menn um hverfið og sögðust vera að taka myndir af húsum. Þegar lög­reglu bar að garði voru mennirnir á bak og burt.

Til­kynnt var um menn á tor­færu­hjólum utan vega í Hafnar­firði, en sam­kvæmt lög­reglu fundust mennirnir ekki.

Þá var maður hand­tekinn eftir upp­á­komu við öldur­hús, sá reyndist ekki við­ræðu­hæfur sökum ölvunar. Sá gistir nú fanga­geymslu lög­reglu vegna brota á vopna­lögum.