Tilkynnt var um árekstur og afstungu í Hafnarfirði um hádegi í dag en ökumaður bifreiðarinnar var grunaður um ölvunarakstur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Ökumaðurinn sem tilkynnt var um í Hafnarfirði hunsaði merki lögreglunnar um að stöðva akstur bifreiðarinnar og við það hófst eftirför. Þá ók ökumaðurinn gegn rauðu ljósi, rásaði á milli akreina og ók á öfugum vegarhelming.
Ökumaðurinn, sem endaði á því að stöðva bifreiðina sjálfur, var handtekinn og færður í sýnatöku. Bifreiðin sem ekið var á í upphafi var dregin í burtu með dráttarbíl.
Þá var lögreglunni einnig tilkynnt um aðila sem pantaði mat fyrir tæpar tíu þúsund krónur og neitaði að borga, lögreglan mætti á vettvang og leysti málið.