Til­kynnt var um á­rekstur og af­s­tungu í Hafnar­firði um há­degi í dag en öku­maður bif­reiðarinnar var grunaður um ölvunar­akstur. Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu.

Öku­maðurinn sem til­kynnt var um í Hafnar­firði hunsaði merki lög­reglunnar um að stöðva akstur bif­reiðarinnar og við það hófst eftir­för. Þá ók öku­maðurinn gegn rauðu ljósi, rásaði á milli ak­reina og ók á öfugum vegar­helming.

Öku­maðurinn, sem endaði á því að stöðva bif­reiðina sjálfur, var hand­tekinn og færður í sýna­töku. Bif­reiðin sem ekið var á í upp­hafi var dregin í burtu með dráttar­bíl.

Þá var lög­reglunni einnig til­kynnt um aðila sem pantaði mat fyrir tæpar tíu þúsund krónur og neitaði að borga, lög­reglan mætti á vett­vang og leysti málið.